KAP

Það er eitthvað sem fær mig til að skrá þetta og birta, ég veit ekki enn hvað það er. Ég var að koma úr mínum þriðja tíma í KAP og eins og eftir hina tímana upplifði ég eitthvað nýtt og stórfenglegt. Ég finn fyrir einhverri tengingu við eitthvað æðra. Hamingjan sem maður upplifir eftir tímana er engri lík!

Ég hef jú lengi haft áhuga á andlegum málum, hugleiði þegar ég hef tök á því. Hef prófað yoga og Kundalini Yoga og sótt hin ýmsu andleg námskeið. Ég hef verið leitandi lengi. Að hverju? Hamingjunni býst ég við.

Skrítið hvernig hlutirnir koma upp í hendurnar á manni einmitt þegar maður er tilbúinn. Og ég er sannfærð að það var engin tilviljun að ég fór í fyrsta KAP tímann. Ég finn það að ég er að hrinda einhverju stórkostlegu af stað í mínu lífi. Ég veit að það verður dálítið sárt að kveðja þetta gamla, vanann og líka hugsunarháttinn, en þegar frá líður verður gjörbreyting á lífi mínu. Af hverju segi ég þetta? Af því ég finn það, hef fundið það og hef dreymt það. Já, og ég vil leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu. Af hverju vil ég deila þessu? Ég veit það ekki ennþá. Mér finnst ég eiga að gera það. Ég held það hjálpi mér líka að opna fyrir tilfinningarnar og losa um og heila.

Þið verðið að fyrirgefa að ég hef aldrei skrifað blogg áður og kann ekkert á þetta og þið megið endilega koma með athugasemdir og ábendingar. Takk fyrir mig og kærleikur til ykkar.


Höfundur

Ljósið í myrkrinu
Ljósið í myrkrinu
Hver er ég? Hvað er ég eiginlega að gera hér? Jú, ég er í þessari sömu leit og allir hinir. Ósköp venjuleg kona í leit að hamingjunni.

Eldri færslur

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband